Wikimedia þarfnast aðstoðar

From the Wikimedia Foundation
Jump to: navigation, search
Mennt er máttur. Aðstoðaðu við að halda þekkingu frjálsri!
Knowledge is power. Help keep it free!

Wikimedia stofnunin og þeir tugþúsund sjálfboðaliðar sem láta tíma og sérfræðiþekkingu af hendi rakna til verkefnisins eru þeirrar skoðunar að mennt sé máttur og því ætti þekking að vera frjáls.

Rausnarleg framlög frá fólki eins og þér hafa gert Wikipedia kleift að verða stærsta alfræðirit heims. Fyrir aðeins nokkrum árum var wikipedia.org ekki einu sinni ein af þeim 10.000 mest sóttu síðum; í dag er hún á topp þrjátíu listanum með meira en 2,5 milljarða flettinga í nóvember 2005. Minna en helmingur úr einu prósenti netnotenda notuðu wikipedia.org á hverjum degi á þessum tíma á síðasta ári. Sú tala hefur nú fjórfaldast og við reiknum með svipaðri aukningu á næsta ári. Með aðstoð þinni munu tugir milljóna til viðbótar nota Wikipedia og systurverkefni hennar á komandi ári.

Til að þjóna veldisvaxandi lesendahóp hefur fjárhagsáætlunin breyst og útgjöld hækkað úr $15.000 (900.000-1.000.000 krónur) árið 2003, í $125.000 (8,1-8,2 milljónir króna) árið 2004 og í ár upp í $700.000 (45,5 milljónir króna). Á komandi ári mun Wikimedia stofnunin verja milljónum í að svara eftirspurn, bæta hugbúnaðin okkar og aðferðir til að tryggja gæði innihaldsins, og halda áfram að vinna að því markmiði okkar að veita öllum frjálsa þekkingu. Þetta hljómar óvænlega, en það gerði hugmyndin um að búa til heimsins stærsta alfræðirit á minna en fimm árum líka. Við getum gert þetta með aðstoð frá þér.

Tilvist Wikpedia og systurverkefna þess er undir framlögum komin: framlög þeirra sem gefa tíma sinn og þekkingu til verkefnanna, og framlög þeirra sem leggja verkefnunum fjárhagslegan stuðning. Á sama hátt og margar litlar breytingar hjálpa til við að byggja upp efni greinanna, þá hjálpa öll lítil fjárframlög okkur að miðla því efni. Meðalframlagið til okkar er um það bil 1000 krónur (um $20). Safnast þegar saman kemur!

Við snúum okkur til þín um hátíðirnar til að hjálpa okkur að koma þessu í gagnið. Það eru framlög þín sem að gera okkur kleift að halda áfram að stækka og bæta okkur. Framlög til Wikimedia stofnunarinnar getur verið gjaldmiðill að eigin vali og eru skattlaus í Bandaríkjunum. Framlög til félagsstofnana í Þýskalandi og Frakklandi eru einnig skattfrjáls (Wikimedia Deutschland, Wikimedia France). Þrátt fyrir að við megum ekki nota framlög til félagasstofnanana beint fyrir Wikimedia stofnunina þá hjálpa þau við að ná sameiginlegum markmiðum okkar.

Nú er komið að því að aðstoða við að fela heiminum á vald frjálsa þekkingu.

Við þökkum fyrir örlætið!

Jimmy Wales, Florence Devouard, Angela Beesley, og aðrir liðsmenn Wikimedia.

Leggðu framlög þín hér


Athugið: Fjáröflunin verður haldin frá föstudeginum 16. desember 2005 til föstudagsins 6. janúar 2006.